Stórmót ÍR og Reykjavík International um aðra helgi

Í beinu framhaldi af Stórmóti ÍR fer fram alþjóðlegt boðsmót, Reykjavík International, sem er samstarfsverkefni Frjálsíþróttasambandssins og Frjálsíþróttaráðs Reykjavíkur. Framkvæmdanefnd hefur unnið að undirbúingi mótins sl. vikur og í hádeginu í dag verður m.a. tekin endanleg ákvörðum um keppnisgreinar mótins og þá verður einnig rætt um hvaða erlenda íþróttafólki skuli boðin þátttaka í mótinu, en nokkur hópur af erlendum íþróttamönnum hefur líst yfir áhuga á að koma á mótið, aðallega frá Noregi og Finnlandi.
Reykjavík International hefst sunnudaginn 20. janúar kl. 14:30 og verður í beinni útsendingu á RUV.
 
Fluttar vera fréttir um undirbúning Reykjvík International hér á síðunni næstu daga, en í dag eða morgun verður vonandi hægt að greina frá mjög jákvæðri og mikilvægri frétt fyrir mótið.
 

FRÍ Author