Á Stórmóti ÍR í dag verður heldur betur kátt í Laugardalshöllinni þar sem hundruðir ungmenna stefna að því að bæta árangur sinn í fjölda greina og reyna með sér innbirgðis í leiðinni. Mótið hefst kl. 9:00 með þátttöku yngstu iðkendanna og stendur fram til kl.16:00. Í meistaraflokki verðu hörku keppni um að bæta sig á háu getustigi og innbirgðis milli keppenda þar sem margir eru til kallaðir s.s. Einar Daði Lárusson í 60m grindarhlaupi (kl. 13:30), Hafdís Sigurðardóttir og Aníta Hinriksdóttir í 400m (kl.14:40), Kolbeinn Höður Gunnarsson og Kristinn Jasonarson í 400m (kl.15:00) og Krister Blær í stangastökki (15:30) svo nokkuð sé nefnt. Allir eru velkomnir í dag sem endranær í Frjálsíþróttahöllina í Laugardal (Laugardalshöll) og fylgjast með okkar glæsilegu frjálsíþróttamönnum.
01feb