Stórglæsilegur árangur frjálsíþróttamanna í Sviss í gær.

Coke cola mót var haldið í Kaplakrika í gær sunnudag.  Blake Thomas Jakobsson bætti sig verulega í kringlukasti og kastaði hann kringlunni 56,95m og náði besta árangri Íslendings á þessu ári og besta kasti 20 ára og yngri frá upphafi.  Með þessum árangri er Blake búinn að tryggja sér keppnisrétt á EM 20-22 ára sem fram fer í Ostrava í Tékklandi 14-17 júlí n.k.  Með þessu kasti er hann bínn að færa sig úr 17 sæti yfir bestu kringlukastara Íslands í 8 sæti.  Stefán Ragnar Jónsson Breiðablik náði sínum þriðja besta árangri þegar hann kastaði 49,14m.  Í kringlukasti kvenna sigraði Unnur Sigurðardóttir og kastaði hún 39,29m sem er annað besta kast Íslendings í greininni í dag.  Í öðru sæti var Jófríður Ísdís Skaftadóttir USK og setti hún Íslandsmet í flokknum stúlkna 13-14 ára þegar hún kastaði kringlunni 37,46m.  Oktavía Edda Gunnarsdóttir sigraði í sleggjukasti með kast uppá 44,17m.
 
Nánari úrslit á mótaforriti.

FRÍ Author