Stefanía Valdimarsdóttir hljóp í Tampere á Evrópumeistaramóti 20-22 ára 400 m grindahlaup á tímanum 61,68 s. Hafnaði Stefanía í 16. sæti. Átta stúlkur komust áfram í úrslitahlaupið sem fer fram á morgun. Vera Rudakova frá Rússlandi átti besta tímann í dag, 57,15 s. Stefanía hefur best hlaupið á 60,32 s en Íslandsmetið, 54,37 s er í eigu Guðrúnar Arnardóttur.
12júl