Stefán Velemir með nýtt aldursflokkamet í kúluvarpi á Coca-Cola móti FH

Tómas Gunnar Smith bætti sinn besta árangur um tæpan metra á sama móti og varpaði hann karlakúlunni 12,72 m.  Þá var sjöþrautarkonan María Rún Gunnlaugsdóttir við sinn besta árangur, þegar hún varpaði kúlunni 11,74 m.
 
 
Coca-Cola mótið var einnig haldið utanhúss. Þar var keppt í kringlukasti karla, kvenna og pilta 16-17 ára.
Kristín Karlsdóttir kastaði kringlunni 46,01m og bætti sinn besta árangur um rúman metra. Þá kastaði Mímir Sigurðsson 1,5 kg kringlunni 51,13m og bætti hann sinn besta árangur um tæpa 3 metra og vantar hann aðeins tæpa tvo metra til að ná lágmarki fyrir EM 16-17 ára sem fram fer í Tblisi í Georgíu í júlí.

FRÍ Author