Stefán segir að nú þegar kreppir að verði þeir sem véla um þá fjármuni sem ætlaðir eru til stuðnings við íþróttafólk að einbeita sér að því að styðja við bakið á þeim sem eiga möguleika á að láta að sér kveða eða hafa þá þegar gert svo. Veðja verði á afreksmennina sem geta látið að sér kveða og geta borið hróður íslenskrar þjóðar út fyrir landsteinanna á sama tíma og þeir eru æsku landsins hvatning til dáða sem fyrirmyndir utan vallar sem innan.
„Níutíu prósentum þeirra peninga sem lagðir eru í íþróttamenn hér á landi er eytt í semi-afreksmenn,“ segir Stefán.
Frétt af mbl.is
Nánar er rætt við Stefán í Morgunblaðinu í dag.