Stefán Guðmundsson með bætingu í 3000m hlaupi í Árósum

Stefán Guðmundsson millivegalengda- og langhlaupari úr Breiðablik bætti sinn besta árangur í 3000m hlaupi á Aarhus Games í gærkvöldi. Stefán hljóp vegalengdina á 8:35,32 mín og bætti sinn besta tíma um 13,5 sek.
Þetta er annar besti árangur íslensks hlaupara í 3000m hlaupi á þessu ári, en Kári Steinn Karlsson á besta árangur ársins, 8:16,09 mín frá því í Evrópubikarkeppni landsliða í Tallinn, en það er jafnframt Íslandsmet 21-22 ára, en hann og Stefán eru jafnaldar. Þetta er 17. besti árangur íslensks hlaupara í 3000m hlaupi frá upphafi.
Stefán heldur í dag til Tampere í Finnlandi, þar sem hann keppir ásamt fimm öðrum íslenskum ungmennum á Norðurlandameistaramóti 22 ára og yngri um helgina, en Stefán þar í 3000m hindrunarhlaupi á sunnudaginn.
 
Trausti Stefánsson FH keppti ekki á mótinu vegna stífleika í læri, en hann ætlaði að hlaupa 400m.

FRÍ Author