Íslandsmet Hlyns Andréssonar í 10.000 metra hlaupi og hálfu maraþoni hafa verið staðfest. Hlynur setti metið í 10.000 metra hlaupi í september á hollenska meistaramótinu. Metið í hálfu maraþoni setti hann á HM í hálfu maraþoni sem fram fór í Póllandi í október.
Íslandsmet Hilmars Arnar Jónssonar hefur verið staðfest. Einnig hefur Íslandsmet Vigdísar Jónsdóttur verið staðfest. Bæði settu þau met í sleggjukasti á sama degi í lok ágúst.
Íslandsmet Guðna Vals Guðnasonar í kringlukasti hefur verið staðfest. Metið setti hann um miðjan september.
Í kjölfar Íslandsmeta fer af stað formlegt ferli og er því nú lokið og hafa öll skilyrði verið uppfyllt. Lengst tekur að bíða eftir niðurstöðu lyfjaprófa.