Spennandi tækfiæri fyrir okkar landslið

Helsta stjarna keppninnar um helgina verður sleggjukastarinn Krisztian Pars frá Ungverjalandi Ólympíumeistari og tvöfaldur Evrópumeistari í greininni. Lið Slóveníu og Ungverjalands, sem féllu úr 1. deild í fyrra, verða í baráttunni um að komast upp aftur. En Danir, Krótar og Serbar munu ekkert gefa eftir frekar en okkar keppendur.
 
Þegar á heildina er litið er keppnin nokkuð jöfn. Öll liðið eiga sínar sterku og veiku greinar, því er ljóst að barist verður um hvert stig. . Ef eitthvað, hefur íslenska liðið styrkst frá því í fyrra.
 
Spjótkastarnir okkar eiga að vera í fremstu röð og eru sigurstranglegir. Þá er ljóst að Aníta verður í baráttunni um sigur bæði í 800 og 1500 m hlaupum. Hafdís Sigurðardóttir verðu atkvæðamikil venju samkvæmt, í langstökki, 400 m hlaupi og í báðum boðhlaupssveitunum.
 
Íslensku spretthlaupararnir hafa sýnt að þeir eru til alls líklegir og hafa verið í mikilli framför undanfarið og vel tekst til ættu þeir að geta verið með í baráttu um toppsæti og þar að leiðandi líka að í slag um sæti á EM á næsta ár, ayk þess verða allir eins og áður í baráttu um persónulegar bætingar og landsmet gætu fallið líka.

FRÍ Author