Spennandi stangarstökkskeppni framundan á RIG Krister Blær á hraðri uppleið

Með þessum árangri á Krister þriðja besta árangur í stangarstökki frá upphafi, einungis faðir hans Jón Arnar Magnússon og íslandsmethafinn Sigurður T Sigurðsson eiga betri árangur. Krister mun fá góða keppni á laugardaginn en þar mætir hann verðugum andstæðingum eins og Mark W. Johnson sem stökk hæðst 5,01 m á síðasta ári. Auk þeirra eru Ingi Rúnar Kristinsson en hann átti íslandsmetið í 18-19 ára flokki á undan Krister. Einar Daði Lárusson sem hefur stokkið hæðst 4,90 m, Óskar Markús Ólafsson sem á best 4,50 m og Leó Gunnar Víðisson sem hefur stokkið hæðst 4,40 m. Eins og sjá má stefnir í hörku keppni sem gaman verður að fylgjast með.

FRÍ Author