Snorri og Þorbergur með bætingar í Sollentuna í gær

Þorbergur gerði aðeins betur, því hann kom í mark á undan Sigurbirni Árna Arngrímssyni HSÞ, sem hljóp á 3:58,88 mín., en þeir hafa oft att kappi saman og Sigurbjörn iðulega haft yfirhöndina.
 
Spretthlauparinn Arnór Jónsson úr Breiðablik hljóp 100 m á 11,36 sek. Meðvindur var löglegur eða 0,7 m/sek. Þetta er besta 100 mhlaup Arnórs í ár.
 
Hulda Þorsteinsdóttir úr ÍR stökk 3,73 m í stöng. Þetta er hennar besti árangur utanhúss í ár, en hún stökk 3,60 m í Evrópubikarkeppninni.
 
Heildarúrslit mótsins er hægt að sjá hér.

FRÍ Author