Sleggja og sprettur

Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, mun taka til hendinni þegar hún keppir í sleggju og kringlukasti í kvöld á innanfélagsmóti Ármanns á Laugardalsvelli. Að sögn Stefáns Jóhannssonar, þjálfara Ásdísar, verða úrslitin á mótinu notuð sem viðmið fyrir Bikarmeistaramót 16 ára og yngri sem fram fer í Vík í Mýrdal um næstu helgi. Mótið hefst kl. 18:00 og fer skráning fram á staðnum.

FRÍ Author