91. Meistaramót Íslands verður haldið á Selfossvelli helgina 8.-9. júlí nk.
Samhliða mótinu fer fram Íslandsmeistaramót ÍF í frjálsíþróttum.
Skráningarfrestur er til miðnættis þriðjudaginn 4. júlí.
Hægt er að bæta við skráningum til kl. 11:00 föstudaginn 7. júlí gegn þreföldu skráningargjaldi.
Skráning fer fram í gegnum Þór, mótaforrit FRÍ.
Keppni hefst kl. 10:30 á laugardeginum og 11:00 á sunnudeginum.
Hér má sjá tímaseðil mótsins.