Æfingabúðir Úrvalshóps FRÍ 15-19 ára munu fara fram í Laugardalshöllinni 7.apríl næstkomandi. Búið er að uppfæra hópinn eins og venja er að loknu innanhúss keppnistímabilinu en hægt er að sjá hópinn hér
Dagskrá æfingabúðana:
Mæting | kl. 9:45 |
Æfing 1 í Laugardalshöll | kl. 10-12 |
Hádegismatur á Café Easy | kl. 12-13 |
Fyrirlestrar í Laugardalshöll | kl. 13-15 |
Æfing 2 í Laugardalshöll | kl. 15-17 |
Þeir sem eru í Úrvalshópnum geta nú skráð sig hér.
Æfingarbúðirnar eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Boðið verður upp á hádegismat á Café Easy í Íþróttamiðstöðinni og allir þátttakendur fá stuttermabol frá Nike.
Nánari upplýsingar veitir Íris Berg, iris@fri.is