Skólaþríþrautarkrakkarnir stóðu sig vel á Gautaborgarleikunum

Krakkarnir fjórir sem sigruðu í Skólaþríþraut FRÍ og Iceland Express í vor tóku þátt í Gautaborgarleikunum um helgina og stóðu sig einstaklega vel, m.a. þá varð Elma Lára Auðunsdóttir í öðru sæti í 600m hlaupi 13 ára telpna og í fjórða sæti, bæði í 80m hlaupi og 200m hlaupi. Alexander Helgi Sigurðsson náði 4. sæti í 200m hlaupi í flokki 13 ára pilta og Valdimar Friðrik Jónatansson varð í 7-8. sæti í hástökki í flokki 12 ára stráka. Andrea Vigdís Victorsdóttir náði 11. sæti í spjótkasti í flokki 12 ára stelpna.
 
Krakkarnir fóru út sl. miðvikudag með Iceland Express beint til Gautaborgar og koma heim frá Kaupmannahöfn
seint í kvöld. Fararstjóri í ferðinni var Karen Inga Ólafsdóttir, verkefnastjóri unglingamála hjá FRÍ.
Þá fóru sex foreldri og einn bróðir með í ferðina til Gautaborgar.
 
Árangur krakkanna var eftirfaradi um helgina:
Alexander Helgi Sigurðsson, 13 ára:
80m hlaup: 10,55s í undanrásum og 10,73s í B-úrslitum (3. sæti).
200m hl.: 26,83s.
Langst.: 5,21 m.
Spjótk.: 33,70 m.
Kúluv.: 7,99 m.
 
Valdimar Friðrik Jónatansson, 12 ára:
80m hlaup: 12,22 sek.
200m hl.: 30,17 sek.
Hástökk: 1,43 m.
langst.: 4,00 m.
 
Elma Lára Auðunsdóttir, 13 ára:
80m hlaup: 10,40 sek.
200m hl.: 26,75 sek.
600m hl.: 1:40,26 mín.
Hástökk: 1,47 m.
Langst: 4,60 m.
Spjótk.: 19,13 m.
Kúluv.: 10,61 m.
 
Andrea Vigdís Victorsdóttir, 12 ára:
200m hl.: 31,65 sek.
600m hl.: 1:58,74 mín.
Hást.: 1,21 m.
Langst.: 3,73 m.
Spjótk.: 19,69 m.
Kúluv.: 6,54 m.

FRÍ Author