Skólaþríþraut FRÍ og Iceland Express – Lokamót 21. maí í höllinni

Nú er lokið forkeppni í Skólaþríþraut FRÍ og Iceland Express í 6. og 7. bekk í Grunnskólunum.
16 efstu í hverjum flokki úr forkeppninni fá boð um að taka þátt í lokamótinu í Laugardalshöllinni, sem fram fer nk. fimmtudag (Uppstigningardag) kl. 14:00 í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal (alls 64 nemendur).
 
Rúmlega 600 nemendur víðsvegar um landið tóku þátt í forkeppni skólanna í vetur og eiga 18 skólar fulltrúa í lokamótinu (sjá nánar Skólaþríþraut FRÍ hér á síðunni).
Keppnisgreinar í þrautinni eru 200m, hástökk og kúluvarp og verður keppt í sömu greinum á lokamótinu, þó verður önnur útfærsa á 200m hlaupinu (hlaupið verður venjulegt 200m hlaup á lokamótinu, en í forkeppninni var hlaupið 10x20m fram og tilbaka).
 
Lokamótið hefst eins og áður sagði kl. 14:00 og fer sameiginleg upphitum fyrir mótið fram kl. 13:30 (Húsið opnar kl. 13:00). Allir sem taka þátt í lokamótinu fá bol mótins og verðlaun verða veitt fyrir þrjá efstu í hverjum flokki.
Sigurvegarar í hverjum flokki fá síðan í verðlaun ferð á Gautaborgarleikana í lok júní (4) í boði FRÍ og Iceland Express.
 
Lokamótið verður sett upp í mótaforritinu www.mot.fri.is hér á síðunni um helgina og verður þá hægt að skoða keppendalista og tímaseðil fyrir keppnina. Þar verða úrslitin einnig færð inn á meðan á mótinu stendur.

FRÍ Author