Skólaþríþraut FRÍ hefst 15. febrúar

Öllum grunnskólum landsins verða sendar upplýsingar um fyrirkomulag forkeppninnar og verða undirtektir vonandi jafn góðar og í fyrra. Frjálsíþróttasambandið mun líkt og í fyrra veita vegleg verðlaun fyrir fyrsta sæti í hverjum árgangi bæði stelpu og strákaflokki. Í fyrra bauð Frjálsíþróttasambandið fimm efstu einstaklingunum á Gautaborgarleikana eina stærstu alþjóðlegu frjálsíþróttakeppni sem haldin er á norðurlöndum í fylgd Þórunnar Erlingsdóttur íþróttakennara og fyrrum landsliðskonu í frjálsum íþróttum. Krakkarnir stóðu sig með sóma og voru hæst ánægð með ferðina.

FRÍ Author