Skólaþríþraut FRÍ

Forkeppni þrautarinnar hefur farið fram frá 1. feb til 1. maí. Skólunum er heimilt að framkvæma þrautina í þrennu lagi í leikfimitímum eða hagað greinunum þannig að þær rúmist í skólatíma. Allur árangur er síðan skráður í skráningarforrit þrautarinnar og fer sjálfkrafa útreikningur þar fram á stigum keppenda eftir árangri. Stigin eru reiknuð eftir unglingastigatöflum FRÍ.
 
Þeir einstaklingar sem sigra sinn aldursflokk á lokamótinu, bæði í stelpu og strákaflokki er boðið að keppa á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti eða á Gautaborgarleikunum í Svíþjóð sem fara fram um mánaðarmótin Júní/Júlí 2010 í fylgd með traustum fararstjóra Frjálsíþróttasambandsins. Um 100 íslenskir frjálsíþróttaunglingar hafa sótt þessa vinsælu leika árlega í Gautaborg mörg undanfarin ár. Það er því reglulega skemmtileg og vegleg verðlaun í boði. Iceland Express hefur styrkt Skólaþríþrautina í ár eins og í fyrra og er því mögulegt að veita svo vegleg verðlaun.
 

FRÍ Author