Skólaþríþraut 2010

Allir nema Denis Hoda fóru út til að keppa og er Gautaborgarleikunum nýlokið. Með í þeirri ferð sem fararstjóri fór Þórunn Erlingsdóttir en hún er verkefnastjóri ungmenna hjá FRÍ. Í þessari ferð fór einnig mjög stór hópur frá Íslandi frá hinum ýmsu liðum eins og ÍR, Ármanni, Fjölni, Breiðablik, UÍA, UMSS, UMSE, Aftureldingu, FH og fleiri liðum. Á þessu móti er keppt frá 12 ára aldri og uppí fullorðinsflokk. Það voru yfir 7500 keppendur á þessu móti. Mótið er í 3 daga og er mjög skemmtilegt. Margt að gerast og alltaf gaman.
 
Krökkunum gekk mjög vel og voru að keppa í 5-6 greinum hver. Hæst ber að nefna að Irma Gunnarsdóttir gerði sér lítið fyrir og vann hennar aldursflokk í 80m stelpna. Frábær árangur. Thelma Lind komst í b úrslit en endaði í lokin með 3 besta tímann í heildina en hún fékk ekki verðlaun því hún var í b úrslitum en ekki a úrslitum. Anthony varð 4 í langstökki og aðeins 1cm frá 3 sæti. Í öðrum greinum voru þau líka að standa sig mjög vel, komust í úrslit öll t.d. í 80m og voru yfirleitt að ná góðum árangri í öllum greinum. Ekki alltaf létt að standa sig vel á svona stórum mótum í fyrsta sinn.
 
Það sést vel að við eigum gott efni á Íslandi og gaman að hafa svona form eins og Skólaþríþrautina til að finna krakka sem eru góð í frjálsum. Þau sem unnu hafa reyndar stundað aðeins frjálsar en eru samt öll nýbyrjuð að æfa. Þau eiga mikið inni þrátt fyrir að sína mjög flottan árangur. Gaman verður að fylgjast með þeim í framtíðinni.

FRÍ Author