Sjö lið keppa í 3. Bikarkeppni FRÍ innanhúss

Sjö lið skráðu þátttöku í Bikarkeppni FRÍ innanhúss, sem fram fer í Laugardalshöllinni laugardaginn 21. febrúar nk.
Liðin eru:  Breiðablik, FH, Fjölnir/Ármann, HSK, ÍR A-lið, ÍR B-lið, Norðurland (HSÞ, UFA, UMSE, UMSS).

Þetta er í þriðja sinn sem þessi keppni fer fram og er lið ÍR núverandi Bikarmeistari innanhúss, en þeir sigruðu í fyrra með aðeins eins stigs forskoti á lið FH.  FH vann karlakeppnina í fyrra og ÍR kvennakeppnina.
Í fyrsta sinn sem þessi keppni fór fram árið 2007 sigraði lið Breiðabliks. 

Upplýsingar um 3. Bikarkeppni FRÍ eru að finna undir mótaskrá hér á síðunni s.s. tímaseðil og upplýsingabréf.

FRÍ Author