Allir íslensku keppendurnir kepptu í dag á þessum fyrsta keppnisdegi EMU20. Hilmar Örn og Aníta eru bæði komin í úrslit í sínum greinum, Arna Stefanía er í feikna stuði og til alls líkleg á morgun, Kolbeinn Höður bætti sinn persónulega árangur í 400 m hlaupi og Sindri Hrafn átti besta kast sitt á árinu.
Á morgun keppa þau Arna Stefanía í sjöþraut, Hilmar Örn í úrslitum í sleggjukastinu og Kolbeinn Höður í 200 m hlaupi.