Sindri Hrafn í 12.sæti

Sindri Hrafn Guðmundsson var að enda keppni í spjótinu á HM 19 ára og yngri. Hann kastaði lengst 65,61m og endaði í 12.sæti. Hann hefði þurft að kasta um 70m til að komast á meðal 8 efstu og fá þrjú köst til viðbótar. En frábær árangur hjá honum að komast í úrslitin, þó ég viti að hann hefði vilja gera mun betur og geta sýnt hvað býr í honum. Þetta er strákur sem getur kastað mjög langt en náði því miður ekki að sýna það í dag.

FRÍ Author