Sindri Hrafn Guðmundssson spjótkastari úr Breiðabliki var á meðal keppenda á bandaríska háskólameistaramótinu sem fram fer í Eugene í Oregon í Bandaríkjunum. Sindri Hrafn, sem keppir fyrir Utah State háskólann, tryggði sér sjötta sætið með 73,28 metra kasti í annarri tilraun.
Sindri tryggði sig inn á mótið með því að kasta 76,18 metra og hefði hann verið á meðal allra efstu manna með slíku kasti í nótt. Einnig kastaði hann 77,19m á MW Track and Field Outdoor Championships 13. maí síðastliðinn. Sindri getur þó verið sáttur við að fjögur af sex köstum hans voru yfir 70 metra löng.