Sindri Hrafn og Aníta keppa á eftir

Sindri Hrafn Guðmundsson kastar í forkeppni í spjótkasti í dag. Keppt verður í tveimur riðlum og verður Sindri í seinni riðili sem hefst klukkan 12:25 á íslenskum tíma. Alls taka 28 kastarar þátt eða 14 í hvorum riðli. Hver keppandi fær þrjú köst og til að komast beint inn í úrslit þarf að kasta yfir 82 metra. Sindri á best 80,91 metra og þyrfti því að bæta sig um rúman metra til að komast beint inn í úrslitin. Hins vegar ef færri en 12 kasta yfir 82 metra komast þeir keppendur með lengstu köstin eftir það einnig inn í úrslit. 23 keppendur á mótinu hafa kastað lengra en Sindri á mótinu. Sýnt verður beint frá keppninni á RÚV.

Aníta Hinriksdóttir hleypur í riðli eitt í undanúrslitum í 800 metra hlaupi klukkan 17:55 á íslenskum tíma. Keppt verður í tveimur riðlum og fara þrjár fyrstu úr hvorum riðli beint í úrslit og svo tvær með bestu tíma eftir það. Aníta hljóp á ellefta besta tímanum inn í úrslitin en á mikið inni og á því góða möguleika á því að komast í úrslitin. Sýnt verður beint frá keppninni á RÚV 2.