Sindri Hrafn kominn í úrslit!

Spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson Breiðabliki tryggði sig inn í úrslit í spjótkasti karla á Evrópumeistaramóti 20-22 ára rétt í þessu. Hann kastaði lengst 72,05 m og hafnaði í 11. sæti forkeppninnar. Tólf efstu keppa til úrslita en kasta þurfti 74 metra til þess að vera öruggur áfram í úrslit. Spjótkastarinn Dagbjartur Daði Jónsson ÍR keppti einnig í spjótkasti í dag og kastaði hann 68,41 m og hafnaði í 17. sæti í forkeppninni af 26 keppendum. Er þetta þriðji besti árangur hans frá upphafi.

Flottur árangur hjá strákunum og verður spennandi að fylgjast með Sindra Hrafni í úrslitunum en þau fara fram á laugardaginn kl. 15:35 á íslenskum tíma.