Sindri Hrafn varð í 3. sæti í sterkustu spjótkastkeppni bandarískra háskóla í gær og hlaut þar með All-American titil sem veitist þeim sem eru í efstu 8 sætum á NCAA meistaramóti. Á Hayward Field í Eugene Oregon var hann meðal þeirra 24 bestu af mörg hundruð kösturum frá hinum ýmsu heimshornum. Þetta er gríðarlega flott bæting hjá Sindra en hann var í 6. sæti á sama móti í fyrra.
Sindri kastaði 76,37 m í fyrstu tilraun og þar við sat þar sem köstin þar á eftir voru ógild.
Frjálsíþróttasambandið óskar Sindra Hrafni innilega til hamingju með árangurinn!
Úrslit í spjótkasti má sjá hér
Úrslit úr mótinu má sjá hér