Sindri Hrafn í 20. sæti á EM

Sindri Hrafn Guðmundsson hefur lokið keppni í spjótkast á EM. Sindri Hrafn Guðmunds­son endaði í 20. sæti af 28 keppendum og komst því ekki áfram í úrslit. Efstu 12 keppendurnir fóru áfram og hefði hann þurft að kasta lengra en 79,74 metra til að komast áfram.

Sindri kastaði lengst 74,91 metra í ann­arri til­raun. Í fyrstu tilraun kastaði hann 72,40 metra og svo 74,13 metra í þriðju og loka­tilraun sinni.

Perónulegt met Sindra er 80,91 metrar sem hann setti á alþjóðlegu móti í Jena í Þýskalandi í lok júní, sú vega­lengd hefði skilað hon­um 9. sæti í undan­keppn­inni í dag.

Þetta var fyrst stórmót Sindra í fullorðnisflokki og því dýrmæt reynsla sem hann hefur öðlast. Fyrir mótið höfðu 23 keppendur kastað lengra en Sindri á árinu svo 20. sæti á EM flottur árangur.