Sigurbjörn og Fríða hlaupa til sigurs

Samtals voru 17 keppendur skráðir til keppni í karlaflokki og 7 keppendur í kvennaflokki. Sigurbjörn Árni Arngrímsson frá HSÞ sigraði í 10.000m hlaupi á tímanum 33:42,70 í öðru sæti varð Birkir Marteinsson frá ÍR á tímanum 33:51,04 og skammt á eftir honum kom svo Haraldur Tómas Hallgrímsson frá FH í þriðja sæti á tímanum 34:00,81.
 
Hin síunga Fríða Rún Þórðardóttir úr ÍR sigraði svo í 5.000m hlaupi á tímanum 17:46,82 – Íris Anna Skúladóttir frá Fjölni kom næst á tímanum 19:17,18 og svo var það Birna Varðardóttir úr FH sem lenti í þriðja sæti á tímanum 19:37,38. Frekari úrslit er að finna í mótaforriti FRÍ
 
 

FRÍ Author