Síðasti keppnisdagurinn í Gautaborg

Þeir sem náðu á pall voru;
  • Arnar Orri Sverrisson ÍR vann brons í 300m 15 ára stráka á tímanum 37,29sek.
  • Kristín Liv Svabo Jónsdóttir ÍR vann silfur í hástökki stelpna 15 ára og stökk 1,62m.
  • Arna Stefanía Guðmundsdóttir ÍR vann brons í hástökki stelpna 15 ára og stökk einnig 1,62m.
  • Gunnar Ingi Harðarson ÍR vann brons í 100m grindarhlaupi stráka 14 ára með tímann 14,43sek.
Í heildina erum við búin að vinna inn 4 gull, 4 silfur og 7 brons. Samtals 15 verðlaun hjá þessum flotta hóp. Getum ekki annað en verið mjög stolt af öllum og sérstaklega þeim sem náðu að bæta sig, komast í úrslit og þeim sem náðu á pall. Góð helgi að baki og allir vel þreyttir og ánægðir eftir helgina.

FRÍ Author