Sex keppendur valdir á NM 20-22 ára í Tampere

Stjórn FRÍ ákvað á fundi sínum sl. þriðjudag að velja sex keppendur á Norðurlandameistaramót unglinga 20-22 ára, sem fram fer í Tampere í Finnlandi 6.-7. september nk.
 
Eftirfarandi keppendur voru valdir:
* Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni í 1500m hl.
* Bjarni Malmquist Jónsson Fjölni í langstökk og þrístökk.
* Hafdís Sigurðardóttir HSÞ í langstökk.
* Óli Tómas Freysson FH í 100 og 200m hl.
* Stefán Guðmundsson Breiðabliki í 3000m hindrunarhl.
* Þorsteinn Ingvarsson HSÞ í langstökk.
 
Fararstjóri og þjálfari í ferðinni verður Fríða Rún Þórðardóttir unglingalandsliðsþjálfari.
 

FRÍ Author