Seinni dagurinn á MÍ 11-14 ára

Í dag var keppt í 60m grindahlaupi og íslandsmeistar í sínum aldursflokkum urðu;
13 ára stúlkur og piltar; Halla María Magnúsdóttir frá HSK/Selfoss á tímanum 10,35 og Styrmir Dan Steinunnarson frá HSK/Selfoss á tímanum 10,08sek.
14 ára stúlkur og piltar; Irma Gunnarsdóttir úr Breiðablik á tímanum 9,85sek og Alfons Sampsted úr Breiðablik á tímanum 9,81sek.
 
Keppt var í 4x200m boðhlaupi í öllum aldursflokkum og þetta urður sigurvegararnir;
11 ára stelpur og strákar; A-sveit ÍR á tímanum 2;14,44mín og A-sveit ÍR á tímanum 2;13,59mín.
12 ára stelpur og strákar;FH 1 á tímanum 2:06,83mínog FH 1  á tímanum 2:05,97mín.
13 ára stúlkur og piltar;  A-sveit ÍR á tímanum 1:58,37mín og A-sveit ÍR á tímanum 2:05,39mín.
14 ára stúlkur og piltar; UFA á tímanum 1:54,90mín og HSK/Selfoss á tímanum 1,55,65mín. 
 
 Keppt var í hástökki í vissum aldursflokkum í dag;
11 ára stelpur og strákar; Karen Birta Jónsdóttir úr Fjölni og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, jafnar í 1. sæti með með stökk uppá 1,21m og Atli Bjarkason HSÞ með stökk uppá 1,26m.
12 ára stelpur og strákar; Ylfa Guðrún Svafarsdóttir með stökk uppá 1,39m og Pétur Már Sigurðsson úr HSK/Selfoss með stökk uppá 1,42m.
 
Keppt var í langstökki í vissum aldursflokkum í dag;
13 ára stúlkur og piltar; Harpa Svansdóttir úr HSK/Selfoss með stökk uppá 4,79m og Reynir Zoega Geirsson úr Breiðablik með stökk uppá 5,37m.
14 ára stúlkur og piltar; Irma Gunnarsdóttir úr Breiðablik með stökk uppá 4,97m og Dagur Andri EInarsson úr FH með stökk uppá 5,33m.
 
Keppt var í kúluvarpi í vissum aldursflokkum í dag;
11 ára stelpur (2kg) og strákar (2kg);  Matthildur Dís Sigurjónsdóttir úr FH með kast uppá 9,01m og Gílsi Ölversson úr Breiðablik með kast uppá 9,54m.
12 ára stelpur (2kg) og strákar (3kg); Þórdís Eva Steinsdóttir FH með kasti uppá 8,91m og Stefán Narfi Bjarnason úr HSK/Selfoss með kast uppá 8,11m.
 
 

FRÍ Author