Seinni dagur á Evrópubikarkeppni landsliða

Seinni keppnisdegi á Evrópubikarkeppni landsliða, sem fram fer í Tel Aviv, Ísrael, lauk í gærkvöldi.

Hér má sjá úrslit gærdagsins:

Vigdís Jónsdóttir FH keppti í sleggjukasti kvenna. Hún hafnaði í 8. sæti með 56,26 m kasti.

Bjarki Gíslason UFA keppti í stangarstökki karla. Hann hafnaði í 11. sæti með því að stökkva yfir 5,00 m. Það er bæting hjá Bjarka um 8 cm úti og hæsta stökk hans í 4 ár.

María Rún Gunnlaugsdóttir FH keppti í 100m grindahlaupi kvenna. Hún hljóp á tímanum 14,51 sek (+0,4 m/s) sem er bæting hjá henni um 1/100 úr sekúndu. Hún hafnaði í 12. sæti í hlaupinu.

Þorsteinn Ingvarsson ÍR keppti í þrístökki karla. Hann stökk lengst 14,23 m (+0,7 m/s) og hafnaði í 9. sæti.

Einar Daði Lárusson ÍR keppti í 110m grindahlaupi karla. Hann hljóp á tímaum 14,91 sek (-1,2 m/s) og hafnaði í 10. sæti.

Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni keppti í kúluvarpi kvenna. Hún kastaði lengst 14,65 m og hafnaði í 6. sæti.

Kristinn Þór Kristinsson HSK/Selfoss keppti í 800m hlaupi karla. Hann hljóp á tímanum 1:50,67 mín sem er hans næstbesti tími frá upphafi. Hann hafnaði í 10. sæti.

Guðni Valur Guðnason ÍR keppti í kringlukasti karla. Hann kastaði lengst 57,98 m og hafnaði í 6. sæti.

Arnar Pétursson ÍR keppti í 3000m hindrunarhlaupi karla. Hann hljóp á tímanum 9:30,47 og hafnaði í 8. sæti.

Tíana Ósk Whitworth ÍR keppti í 200m hlaupi kvenna. Hún hljóp á tímanum 24,71 sek og hafnaði í 12. sæti.

Kristín Lív Svabo Jónsdóttir ÍR keppti í hástökki kvenna. Hún stökk hæst 1,65 m og hafnaði í 10. sæti.

Kolbeinn Höður Gunnarsson FH keppti í 200m hlaupi karla. Hann hljóp á tímanum 21,23 sek og hafnaði í 5. sæti.

María Rún Gunnlaugsdóttir FH keppti í langstökki kvenna. Hún stökk 5,55m (+0,6 m/s) og hafnaði í 12. sæti.

Andrea Kolbeinsdóttir ÍR keppti í 1500m hlaupi kvenna. Hún hljóp á tímanum 4:51,83 og hafnaði í 11. sæti.

Örn Davíðsson FH keppti í spjótkasti karla. Hann kastaði lengst 68,10m og hafnaði í 9. sæti.

Arndís Ýr Hafþórsdóttir Fjölni keppti í 5000m hlaupi kvenna. Hún hljóp á tímanum 17:14,16 mín sem er bæting hjá henni um tæpar 12 sekúndur! Hún hafnaði í 9. sæti í hlaupinu.

Íslenska kvennasveitin í 4x400m boðhlaupi hljóp á tímanum 3:40,80 mín og hafnaði í 8. sæti. Íslensku sveititina skipuðu Aníta Hinriksdóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir og María Rún Gunnlaugsdóttir

Íslenska karlasveitin í 4x400m boðhlaupi hljóp á tímanum 3:17,61 mín og hafnaði í 9. sæti. Íslensku sveitina skipuðu Hinrik Snær Steinsson, Ívar Kristinn Jasonarson, Kolbeinn Höður Gunnarsson og Kormákur Ari Hafliðason.

Ung­verja­land vann mótið með 372,5 stig, Slóvak­ar urðu í öðru með 306,5 stig og Lit­há­ar í þriðja með 298,5 stig.

Ísland hlaut samtals 181,5 stig á mótinu og endaði í 11. sæti af 12 þátttökuþjóðum. Mótið var bæði mun sterk­ara og fjölmennara en nokk­urn tím­ann fyrr. Þrjú neðstu liðin falla niður um deild og er Ísland því fallið niður í 3. deild.

Árið 2014 tókst Íslandi að komast upp í 2. deild með því að ná 2. sætinu. Árið 2015 hélt Ísland sér síðan í 2. deild með því að lenda í 6. sæti af 8. Árið 2016 var Evrópubikar ekki haldinn útaf Ólympíuleikunum í Ríó.

Ákveðið hefur verið að halda Evrópubikar annað hvert ár í staðinn fyrir á hverju ári. Næsta Evrópubikarkeppni mun því fara fram árið 2019.

Þessi keppni var mikill lærdómur fyrir íslensku keppendurna og fara þeir frá þessu móti reynslunni ríkari. Fyrir næsta mót er markmiðið skýrt. Við ætlum okkur upp aftur og undirbúum okkur af kostgæfni til að það markmið geti orðið að veruleika.

ÁFRAM ÍSLAND!