Sandra bætti met á síðasta degi ársins, kastaði 50,83m

Sandra Pétursdóttir ÍR bætti eigin met í tveimur aldursflokkum í sleggjukasti á 4. Jólamóti ÍR á Gamlársdag.
Sandra kastaði lengst 50,83 metra og bætti þar með eigin árangur og metin í flokkum 19-20 ára og 21-22 ára um tæplega einn metra, en það var 49,97 metrar í báðum flokkum frá því í júlí á þessu ári.
Þetta er jafnframt þriðji besti árangur íslenskrar konu í greininni, aðeins Íslandsmet Kristbjargar Helgu Ingvarsdóttur FH, 51,86m og árangur Aðalheiðar Maríu Vigfúsdóttur Breiðabliki, 51,25m frá sl. sumri er betri. Aðalheiður María varð í öðru sæti á mótinu á Gamlársdag, kastaði 46,56 metra. María Ósk Felixdóttir ÍR kastaði 3kg sleggju 39,75 metra á mótinu, sem er tæplega tveimur metrum frá meyjameti Söndru Pétursdóttir (41,49m).

FRÍ Author