SAMVEST – Samstarf í frjálsíþróttum á Vesturlandi og nærsveitum undirritað í Kaplakrika

Markmið samstarfsins er sem fyrr, útbreiðsla og efling frjálsíþrótta – að auka ástundun íþróttarinnar og gera hana að aðlaðandi og ánægjulegum kosti fyrir börn og ungmenni á samstarfssvæðinu. Samstarf og aukinn áhugi á frjálsíþróttum virkar sem hvati til að bæta aðstöðu til iðkunar frjálsíþrótta á félagssvæði samstarfsins segir m.a. í yfirlýsingunni.
 
Í viljayfirlýsingunni kemur eftirfarandi fram um hlutverk FRÍ : „ FRÍ styður við verkefnið eftir því sem aðstæður krefjast hverju sinni og fellur að verksviði sambandsins. Meðal þeirrar aðstoðar sem FRÍ getur veitt, er að aðstoða SAMVEST við útvegun þjálfara og/eða annarra gesta á sameiginlegar æfingar, fræðslu fyrir þjálfara, iðkendur og aðra sjálfboðaliða eftir því sem kostur er hverju sinni.“
 
Björg Ágústsdóttir (HSH) og stjórnarmaður FRÍ er einn helsti hvatamaður að samstarfinu.

FRÍ Author