Ríkisstjórn Íslands styrkir Afrekssjóð ÍSÍ til stuðnings við afreksstarf FRÍ

Frjálsíþróttasamband Íslands og teymishópur Anítu innan ÍR horfir til margvíslegra verkefna sem Anítu stendur til boða að takast á við á komandi misserum og árum.  Norðurlandamót unglinga fer fram nú í ágúst og Norðurlandamót í víðavangshlaupum verður haldið á Íslandi í nóvember 2013. Heimsmeistaramót innanhúss í flokki fullorðinna fer fram í Póllandi í mars 2014 og  Heimsmeistaramót unglinga (19 ára og yngri) í Bandaríkjunum í júlí sama ár. Þá verður Evrópumeistaramót (fullorðinna) haldið í Sviss í ágúst 2014. Á árinu 2014 mun aðalverkefni Anítu verða HM unglinga í Bandaríkjunum í júlí. Þar fyrir utan eru ótalin landsliðsverkefni.

Frjálsíþróttahreyfingin þakkar framlag ríkistjórnar Íslands  og fagnar skilningi á umfangi þess að taka þátt í keppni meðal þeirra bestu á alþjóðlegum vettvangi.

FRÍ Author