RIG úrslit: Arna Stefanía Guðmundsdóttir setti mótsmet í 400m hlaupi

 Arna varð óheppin í einvíginu við Elinu Westerlund í 60m grindarhlaupi og fór hundraðshluta úr sekúndu of snemma upp úr blokkunum og var dæmd út leik – reynsla sem allir topp hlauparar hljóta á ferli sínum og gott að fá þá reynslu snemma. Elin sigraði í hlaupinu á tímanum 8,70 sek en besti tími Örnu er 8,72 sek.
 
Í 400m hlaupinu vakti árangur Þórdísar Evu Steinsdóttur (á 16. aldursári) mikla athygli en hún veitti Örnu Stefaníu harða keppni og kom í mark á tímanum 55,00 sek. Árangur Þórdísar Evu er betri en lágmarksárangur sem IAAF skilgreinir fyrir þátttöku í 400m  hlaupi stúlkna á HM U20 sem fram fer í Póllandi í sumar. Þórdís Eva mun einnig vera gjaldgeng, aldur síns vegna,  á HM U20 árið 2018 og því magnað að við skulum eiga stúlku sem hefur náð árangursaviðmiði til þátttöku á mótinu í sumar –  á 16. aldursári. 
 
 
 

FRÍ Author