RIG úrslit. Mótsmet hjá Robert Willams USA í kúluvarpinu eftir hörku keppni við Óðinn Björn

Óðinn Björn Þorsteinsson veitti bandarísku keppendunum í kúluvarði hörku keppni á RIG, sigraði Jeffrey Steven Milliron og var aðeins 20cm frá því að sigra einnig Robert Williams Gracewill sem sigraði með kasti upp á 18,72m . Óðinn Björn kastaði lengst 18,53m og átti annað kast vel yfir 18 metra. Óðinn er sannarlega á fullri ferð á nýju keppnistímabili enda kúluvarparar á þessum tíma ársins undir miklu æfingarálagi í lyftingum og tækniútfærslur eins og þær geta bestar orðið gjarnan ekki áreiðanlegar á sama tíma. Árangur Roberts Williams reyndist stigahæsti árangur kals á mótinu og hlaut hann viðurkenningu fyrir árangur sinn á hátíðarhófi RIG á sunnudagskvöldið.
 
Árangur á mótinu – sjá hér

FRÍ Author