Reykjavíkurleikarnir 2021

Frjálsíþróttahluti Reykjavíkurleikanna 2021 fer fram sunnudaginn 7.febrúar í frjálsíþróttahöll Laugardalshallar. Mótið verður með öðru sniði í ár vegna núgildandi fjöldatakmarkana en keppt verður í færri greinum með takmörkuðum fjölda keppenda og enga erlenda keppendur.

Til að hægt sé að fylgja núgildandi fjöldatakmörkunum verður mótinu skipt upp í þrjá mótshluta og frjálsíþróttahöllinni skipt upp í sóttvarnarhólf. Áhorfendur er ekki leyfðir en sýnt verður frá mótinu á RÚV kl. 16.

Tímaseðilinn er að finna hér.