Reykjavík International 2013 – Frjálsíþróttahluti

 Þýska frjálsíþróttasambandið sendir sterka keppendur á RIG. Má þar nefna Martin Grothkopp sem varð þýskur meistari í 400 m árið 2009  og hefur hlaupið 400 metrana undir 46 sekendum sem er heimsklassa tími. Martin mun keppa í 400m hlaupi og mætir hann tveimur efnilegustu 400m hlaupurum Íslands í dag.  Þeir eru Ívar Kristinn Jasonarson úr ÍR og Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA. Einnig ber að nefna þýskan grindahlaupara, Jennu Pletch, sem mun keppa í 60 m grind. Jenna Pletch varð í 2.sæti á HM 19 ára og yngri árið 2010.  Að lokun er vert að benda á að Noregur og Færeyjar senda einn keppenda hvor og er norski keppandinn Norskur meistari í sjöþraut og fimmþraut, en hún mun einmitt keppa í þríþraut (60 m grind, kúluvarp og langstökk) í líklega einni mest spennandi keppni mótsins.
 
Rétt yfir 100 íslendingar munu taka þátt en keppt verður í 21 grein á mótinu. Það sem vekur eftirtekt er hvað mikið er af spennandi greinum á mótinu og verður hart barist á flestum vígstöðum. Langstökk karla hefur vakið mikla athygli á RIG síðustu ár og slagurinn mun þar standa milli þeirra Þorsteins Ingvarssonar úr HSÞ og Kristins Torfasonar úr FH en báðir eru þeir að keppast við að ná lágmörkum á Evrópumeistaramótið innanhúss sem fer fram í Svíþjóð í byrjun mars. Þeir eru hinsvegar ekki þeir einu sem stefna að ná lágmarki á EM núna á RIG, og kannski einn líklegasti kandítatinn í það er hlaupakonan unga og stórefnilega Aníta Hinriksdóttir sem mun keppa í 800m. Á sama móti í fyrra setti hún einmitt Íslandsmet í greininni.  Að lokun eru tvær greinar sem gætu orðið virkilega spennandi og það er 3000m hlaup karla og kvenna og. Keppendur eru óvenju jafnir þetta árið og margir í bætingaformi.  Það sem mun síðan gera hlaupin enn meira spennandi er lýsing Sigurbjörns Árna Arngrímssonar sem verður á staðnum og mun lýsa hlaupinu af sinni alkunnu snilld.

FRÍ Author