Reykjavík International – Stökkgreinar

Nafn Félag Árangur
Guðrún María Pétursdótir "92 Breiðablik 1.71 m
Dagrún Inga Pétursdóttir "88 Ármann 1.67 m
Berglind Ósk Kristjánsdóttir"89 HSÞ 1.66 m
Helga Þráinsdóttir "90 ÍR 1.65 m
Guðrún Haraldsdóttir "93 ÍR 1.65 m
Ágústa Tryggvadóttir "83 Selfoss 1.65 m
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir"91 FH 1.61 m
Kristrún Helga Kristþórsdóttir"89 FH 1.60 m
 
Langstökk Karla
Það verður blóðug barátta í langstökkinu þar sem allir þrír keppendurnir sem stokkið hafa yfir 7 metra gætu hampað sigri. Aðeins 1 cm skildi að Halldór og Bjarna á Meistaramótinu í sumar og jafnara getur það vart verið. Þorsteinn Ingvarsson er sá sem hefur stokkið lengst af keppendunum sex og vill sýna að það er engin tilviljun. Er 25 ára gamalt Ungkarlamet í hættu?
 
Nafn Félag Árangur
Þorsteinn Ingvarsson "88 HSÞ 7.21 m
Halldór Lárusson "83 FH 7.12 m
Bjarni Malmquis "87 Fjölnir 7.09 m
Arnór Jónsson "87 Breiðablik 6.67 m
Svavar Ingvarsson "91 HSÞ 6.38 m
Guðmundur Árni Ólafsson "90 HSK 6.37 m
 
Langstökk kvenna
Meðal keppanda í langstökki kvenna er einn efnilegasti langstökkvari á Norðurlöndunum í dag, Oda Utsi Onstad. Það er aldrei að vita hvað íslensku keppendurnir gera en þar fer fremst í flokki Helga Margrét Þorsteinsdóttir. Helga Margrét er skráð til leiks í 4 greinum á mótinu og verður því nóg að gera hjá henni allan daginn. Hin 15 ára Heiður Ósk er í miklum framförum og mun veita þeim mikla keppni ásamt reyndari keppendum eins og Hafdísi og Jóhönnu.
 
Nafn Félag Árangur
Oda Utsi Onstad "90 NOR 6.34 m
Helga Margrét Þorsteinsdóttir "91 Ármann 5.85 m
Hafdís Sigurðardóttir "87 HSÞ 5.80 m
Heiður Ósk Eggertsdóttir "92 FH 5.70 m
Jóhanna Ingadóttir "82 Ír 5.69 m
Ágústa Tryggvadóttir "83 Selfoss 5.44 m
Berglind Ósk Kristjánsdóttir "89 HSÞ 5.34 m

FRÍ Author