Reykjavík International – 400m hlaup karla og kvenna

400m hlaup Karla
 
Nafn Félag Tími
Ragnar Frosti Frostason “82 UMSS 49.04
Tormod Hjortnæs Larsen “86 NOR 48.24
Birgir Örn Strange “88 Bblik 49.76
Trausti Stefánsson “85 FH 50.13
Þorkell Einarsson “91 FH 51.95
Brynjar Gunnarsson “89 ÍR 51.60
Guðmundur H. Guðmundsson “91 FH 53.69
 
Íslandsmet karla – 48,73 -Bjarni Stefánsson
Ársbesta 2007 – 49,00 -Sveinn Elías Elíasson
 
Það má búast við svakalegu 400m hlaupi karla. Skráðir eru til leiks 3 íslenskir keppendur og 1 útlendingur sem að eiga allir um eða undir 50 sekúndum. Ragnar Frosti (UMSS) átti 2.besta tímann utanhúss árið 2007 – 49,04sek. Hann hefur undanfarin ár dvalið í Svíþjóð við nám og æfingar. Birgir Örn (Bblik) var á alveg svakalegri siglingu árið 2007 og bætti sig um 3.sek frá árinu 2006 og braut 50 sekúndu múrinn. Nýliðinn Trausti (FH) er svo til alls líklegur. Í hans fyrsta 400 hlaupi í sumar hljóp hann á 50,13sek og á áramóta móti Fjölnis hljóp hann 2. besta 200m tíma innanhúss sem náðst hefur. Einnig verður athyglisvert að fylgjast með Brynjari (ÍR) en hann hefur æft stíft í vetur og er ekki ólíklegt að hann rjúfi 50 sekúndu múrinn.
Núgildandi Íslandsmet er í eigu Bjarna Stefánssonar og er 48,73 – sett árið 1973 í Rotterdam. Það er komið til ára sinna og er aldrei að vita nema strákarnir geri atlögu að því.
 
Betri tími hefur þó náðst í 400m hlaupi innanhúss en það var Oddur Sigurðsson, Íslandsmethafi og fyrrverandi Norðurlandamethafi í 400m hlaupi utanhúss. Hann hljóp það í Flagstaff, USA á of langri braut. En metin fást aðeins staðfest ef hlaupið er á 200m braut eða minni.
 
400m hlaup kvenna
Nafn Félag Tími
Stefanía Valdimarsdóttir “95 Breiðablik 59.26
Herdís Helga Arnalds “88 Breiðablik 58.69
Þóra Kristín Pálsdóttir “88 ÍR 61.87
Íris Þórsdóttir “89 Fjölni 62.05
 
Íslandsmet kvenna – 53,14 – Guðrún Arnardóttir
Ársbesta 2007 – 57,35 – Stefanía Hákonardóttir
 
Hér verða það líklega Blikarnir, Herdís Helga Arnalds og Stefanía Valdimarsdóttir sem að eiga eftir að keppa um fyrsta sætið. Stefanía er mjög ung að árum, fædd 1993 og því aðeins 15.ára gömul. Hún var nýverið valin efnilegasti unglingurinn á uppskeurhátið Framfara – Hollvinafélags millivegalengda og langhlaupara. Hún hefur tekið stöðugum framförum undanfarin ár og vann meðal annars Meistaramót Íslands og Bikarkeppni FRÍ í sumar í 800m hlaupi.
 
Einnig eru skráðar til leiks þær Þóra Kristín Pálsdóttir (ÍR) og Íris Þórsdóttir (Fjölni). Báðar tvær eru í hörku formi og ætla án efa að slá 60 sekúndu múrinn.

FRÍ Author