Rannveig og Þorbergur Ingi Íslandsmeistarar í 5 og 10 km hlaupum

Þorbergur Ingi Jónsson ÍR og Rannveig Oddsdóttir UFA urðu Íslandsmeistarar í 10 og 5 km hlaupi á Akureyri s.l. sunnudag.
 
Þorbergur Ingi sigraði á 31:43,04 mín. Það er 12. besti árangur Íslendings frá upphafi en áður átti Þorbergur Ingi best 33:00,04 mín. Þórarinn Þrándarson Árm. varð annar á 32:05,08 í sínu fyrsta 10 km brautarhlaupi og þriðji var Haraldur Tómas Hallgrímsson FH á 34:05,09. Rannveig Oddsdóttir UFA sigraði í kvennaflokki á 18:31,88 mín sem er 12. besti tími frá upphafi í 5 km hlaupi kvenna.

FRÍ Author