Ramzi féll á lyfjaprófi

 Í apríl síðastliðnum fannst bannað lyf sem heitir CERA og eykur súrefnisupptöku blóðsins í frosnu sýni úr Ramzi sem tekið var í Peking í fyrra. Asbel Kipruto Kiprop frá Kenýa sem varð annar í hlaupinu mun nú fá gullverðlaunin, nýsjálendingurinn Nichola Willis fær silfrið og Mehdi Baala frá Frakklandi bronsið, en hann varð fjórði í hlaupinu. Ramzi er fimmti íþróttamaðurinn sem CERA greindist í eftir Ólympíuleikana, en segja má að CERA sé nýja kynslóðin af EPO sem íþróttamenn hafa áður tekið til að auka súrefnisupptöku blóðsins.

FRÍ Author