22. maí – JJ mót Ármanns (miðvikudagur)
12. júní – Vormót ÍR (miðvikudagur)
25. júní – FH-mótið (þriðjudagur)
17. júlí – Breiðabliksmótið (miðvukudagur)
17. og 18. ágúst – Akureyrarmótið (laugardagur og sunnudagur)
Mótaröðin verður stigakeppni þar sem hægt verður að safna stigum innan eftirtalinna flokka:
Spretthlaup: 100m, 200m, 300m, 400m, 100/110m grindahlaup og 400m grindahlaup
Millivegalengdahlaup: 600, 800m, 1.500 m, 3.000 m, 3.000 m hindrun og 5.000 m
Stökk: Langtökk, hástökk, stangarstökk, þrístökk
Köst: Kúluvarp, kringlukast, spjótkast og sleggjukast
Fyrir 1.sæti fást 4 stig, 2.sæti gefur 2 stig og 3.sæti 1 stig. Einungis fást stig úr einni grein innan flokka á hverju móti. Hægt er að safna stigum í öllum flokkum samtímis.
Öll mótin gilda til stiga. Ef fleiri en einn íþróttamaður verður efstur í flokkastigakeppninni, mun sá sem náði mestu samanlögðum afreksstigum samkvæmt stigatöflu IAAF, úr þessum sex mótum, bera sigur úr býtum. Besti árangur í þeim flokki sem sigur vannst í, gildir til útreikninga á afreksstigum.
Í verðlaun á hverju móti verða 10 gjafabréf út að borða fyrir tvo. Sigurvegarar í flokkastigakeppninni fá síðan verðlaun í lok mótaraðar.
Helstu styrktaraðilar mótaraðarinnar er Prentmet, 66°N, Saffran og Serrano.