Persónuleg bæting hjá Helgu Margrétir í langstökki

Þetta var jákvæður undirbúningur fyrir Helgu fyrir fyrstu sjöþrautina sem hún fer í 15-16 júní n.k. í Kladno í Tékklandi. Stóð til upphaflega að Helga yrði með með í Götzis í sjöþraut um síðustu helgi en því var frestað til miðjan júní til þess að undirbúa hana betur eftir þessi smá meiðsli sem hún fékk í vetur sem kom í veg fyrir að hún færi á EM inni í fimmtarþraut. Þess vegna er Helga ekki heldur með á Smáþjóðaleikunum þar sem hún var ekki með í upprunalegri skráningu FRÍ. Það var því ákveðið að hún keppti á þessu móti í Kaupmannahöfn í dag í staðinn, sem var opið úrtökumót Dana fyrir Evrópukeppni landsliða.
 
Helga virðist því að vera að komast í gott form til þess að geta lagt atlögu að Íslandsmeti sínu í sjöþraut sem hún setti einmitt í Kladno fyrir 2 árum síðan 5.878stig. Þess má geta að B lágmark fyrir HM í Daegu í sumar er 5.950stig.
 
Úrslitin verða birt á: www.dansk-atletik.dk og www.sparta.dk

FRÍ Author