Peking hér kem ég líka

Nokkrum dögum seinna keppti ég svo á Kaupmannahafnarleikunum og kastaði þar 56,50 m sem er líka yfir lágmarkinu á leikana. Ég er því greinilega orðin nokkuð stabíl á að kasta yfir 55 m svo ég vona að það sé farið að styttast í enn lengra kast. Það sem er svo á dagskrá hjá mér á næstunni er að keppa í Bikarkeppni FRÍ um helgina sem hefst í dag kl 18 í Kópavogi. Framhaldið er ekki alveg ákveðið ennþá en vonandi næ ég að keppa á 2-3 mótum áður en ég fer í æfingabúðir í Japan fyrir Ólympíuleikana þann 4. Ágúst.
 
Nú erum við orðin þrjú sem erum búin að tryggja okkur til Peking og vonandi eiga fleiri eftir að bætast í hópinn en fresturinn til að ná lágmörkunum rennur ekki út fyrr en 23. júlí.

FRÍ Author