Í gær var keppt í spjótkasti karla sem aukagrein á Gogga galvaska í Mosfellsbæ. Örn Davíðsson úr FH bætti Íslandsmetið í flokki 20-22 ára þegar hann kastaði spjótinu 75,96 m. Bætti hann sinn besta árangur um 5 metra. Örn er fjórði Íslendingurinn frá upphafi sem kastar spjótinu yfir 75 metra. Guðmundur Sverrisson úr ÍR bætti sig í spjótkasti á sama móti þegar hann kastaði spjótinu 71,57 m. Þjálfari þeirra er Einar Vilhjálmsson, Íslandsmethafi og einn fremsti spjótkastari heims á árum áður. Íslandsmet hans er 86,80 m frá árinu 1992.
25jún