Þeir sem eru í Úrvalshóp FRÍ 15-19 ára geta núna skráð sig í æfingabúðirnar sem verða haldnar laugardaginn 14.apríl í Kaplakrika og Setbergsskóla í Hafnarfirði.
Dagskrá æfingabúðanna:
Mæting í Kaplakrika | kl 9:30 |
Æfing 1 í Kaplakrika | kl 10-12 |
Hádegismatur í Setbergsskóla | kl 12-13 |
Fyrirlestur um íþróttasálfræði og stórmót sumarsins í Setbergsskóla | kl 13-15 |
Æfing 2 í Kaplakrika | kl 15-17 |
Myndataka og slit í Kaplakrika | kl 17-17:30 |
Æfingabúðirnar eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Boðið verður upp á samloku, djús og ávexti frá Lemon fyrir þá sem vilja í hádeginu og allir þátttakendur frá stuttermabol frá Nike