Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar – sex íslenskir frjálsíþróttamenn taka þátt á næstu dögum.

 Keppendur í frjálsum íþróttum eru Styrmir Dan Hansen Steinunnarson frá Þór í Þorlákshöfn sem keppir í hástökki og spjótkasti, Daði Arnarson Fjölni sem keppir í 800m hlaupi, Þórdís Eva Steinsdóttir FH sem keppir í 400m hlaupi, Hilda Steinunn Egilsdóttir FH sem keppir í stangarstökki, Hildigunnur Þórarinsdóttir ÍR sem keppir í 100m grindahlaupi og langstökki og Bjarki Freyr Finnbogason ÍR sem keppir í 200m hlaupi og 400m hlaupi.
 
Á myndinni eru frá vinstri Daði, Styrmir, Hilda og Þórdís. Hildigunnur og Bjarki Freyr hitta hópinn síðar.
Þjálfari í ferðinni Elísabet Ólafsdóttir.

FRÍ Author