Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar – íslenski hópurinn kominn heim eftir dýrmæta reynslu og glæsilega þátttöku í Georgíu.

 Á myndinni eru frá vinstri: Bjarki Freyr Finnbogason (ÍR) 200m, Þórdís Eva Steinsdóttir (FH) 400m , Hildigunnur Þórarinsdóttir (ÍR) 100m grind & langstökk, Hilda Steinunn Egilsdóttir (FH) stangarstökk, Styrmir Dan Hansen Steinunnarson (Þór) hástökk og spjót, Daði Árnason (Fjölni) 800m og Elísabet Ólafsdóttir, þjálfari og liðsstjóri. Freðina var á vegum Íþrótta-og Ólympíusambands Íslands og var vel skipulögð og ánægjuleg í alla staði. Frjálsíþróttasamband Íslands þakkar Íþrótta-og Ólympíusambandi Íslands frábært samstarf í undirbúning og aðdraganda ferðarinnar og úrvals fararstjórn í ferðinni.

FRÍ Author